47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 17. apríl 2024 kl. 09:16


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:16
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD) 1. varaformaður, kl. 09:16
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:18
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:18
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:16
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:16

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Dagskrárlið frestað.

2) Kosning 1. varaformanns Kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir lagði til að kosið yrði að nýju um 1. varaformann vegna mannabreytinga í nefndinni og tilnefndi Evu Dögg Davíðsdóttur til embættisins.

Allir viðstaddir nefndarmenn studdu tillöguna og kosninguna og var Eva Dögg Davíðsdóttir rétt kjörin 1. varaformaður.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Ópíóíðavandi: Staða - stefna - úrræði Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ragnheiði Huldu Friðriksdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur frá SÁÁ og Sólveigu Gísladóttur og Kristínu Davíðsdóttur frá Frú Ragnheiði.

4) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 10:23
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson. Hildur Sverrisdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir rita undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Gunnarssonar og Magnúsar Davíðs Norðdahl gegn Íslandi Kl. 10:28
Formaður lagði til, með vísan til 1. mgr. 26. gr. þingskapa, að nefndin fjallaði um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Gunnarssonar og Magnúsar Davíðs Norðdahl gegn Íslandi. Var það samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:28
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:39